
ATVINNU- & NÝSKÖPUNARSETUR í KÓPAVOGI
Skóp er samvinnuverkefni Kópavogsbæjar og atvinnulífs bæjarins og er rekið af Markaðsstofu Kópavogs.

ATVINNU- & NÝSKÖPUNARSETUR KÓPAVOGS
Samvinnuverkefni Kópavogsbæjar og atvinnulífs bæjarins. Rekið af Markaðsstofu Kópavogs.
UM SKÓP
SKÓP er atvinnu- og nýsköpunarsetur í Kópavogi, stofnsett og rekið af Markaðsstofu Kópavogs sem samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og atvinnulífs bæjarins.
Við styðjum einstaklinga til að koma sínum eigin viðskipthugmyndum í framkvæmd og eflum þannig nýsköpun og fjölgum störfum í bæjarfélaginu.
Skóp er fyrir þá sem eru með viðskiptahugmynd og vilja hrinda henni í framkvæmd. Sérstaklega verður horft til þeirra sem eru í atvinnuleit.
Við bjóðum góða vinnuaðstöðu og erum samfélag sem veitir skjól til útungunnar góðra hugmynda. Fræðsla og handleiðsla ásamt öflugu tengslaneti hjálpar til við að koma góðum hugmyndum í framkvæmd.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru höfð að leiðarljósi í starfsemi SKÓP.
Góð vinnuaðstaða gegn vægu gjaldi.
Fagleg leiðsögn og stuðningur frá sérfræðingum.
Skapandi umhverfi og öflugt tengslanet.
Fræðsla og upplýsingagjöf um þætti sem skipta máli í frumkvöðlaumhverfinu.
UMHVERFIÐ
Við bjóðum góða vinnuaðstöðu í skapandi og hvetjandi umhverfi fyrir frumkvöðla, sem eru í leit að þekkingu og lausnum til að koma eigin hugmyndum í framkvæmd og skapa sér sín eigin atvinnutækifæri.
Við vinnum saman að því að skapa samfélag sem stuðlar að framþróun með bjartsýni og tilhlökkun að leiðarljósi.
Við erum staðsett á 3.hæð að Hlíðarsmára 10,
201 Kópavogi.
Þátttakendur hafa aðgang að vinnustöð og fundarherbergjum auk aðgengi að kaffistofu og sameiginlegu rými.
Setrið er opið frá 8:00 til 18:00 alla virka daga.
Mögulegt er að gera samkomulag um rýmra aðgengi .
Þátttakendur gera skriflegt samkomulag um aðild að setrinu þar sem verkefni hvers og eins eru skilgreind og tímaset. Uppsgnartími er einn mánuður.
Þátttakendur fá aðgang að verkfærakistu Skóp og geta sótt ráðgjöf og stuðning eftir þörfum hvers og eins.
BAKHJARLAR SKÓP
Kópavogsbær, Íslandsbanki og NTV skólinn eru helstu bakhjarlar SKÓP.


